Pökkun fyrir flutninga

Hvernig á ég að undirbúa vörur fyrir flutning?

Pökkun fyrir flutninga

Ef um nýjar vörur er að ræða ss húsgögn, heimilistæki, byggingarefni, heita potta og fl. þarf ekki að huga að flutning þar sem vörurnar eru í umbúðum sem þær voru fluttar til lagers á og eru því fullnægjandi til flutnings. Hinsvegar er gott að spyrja seljanda hvort umbúðir séu ekki fullnægjandi til flutnings. Ef um sýningareintök er að ræða er mikilvægt að biðja seljanda um að sjá til þess að vörurnar séu í fullnægjandi umbúðum.

Ef um notaðar vörur eða búslóð er að ræða er mikilvægt að pakka hlutum vel, við getum komið með bretti með okkur sé þess óskað og aðstoðað við að raða á þau. Mikilvægt að er að vörur séu tilbúnar til flutnings og plastaðar þegar við tökum við þeim.

ATH ENGIN ÁBYRGÐ ER TEKIN Á VÖRUM SEM ERU ÓPAKKAÐAR.

Hvernig á ég að pakkað vörum?

Best er að nota plastfilmu sem fæst í öllum helstu byggingarvörum verslunum á flestar vörur og pappa á hornin á timbur húsgögnum. Rúm er best að plasta inn í bygginarplast. Dæmi um fullnægjandi pökkun má sjá hér að neðan.

Pökkun fyrir flutninga

Hér er dæmi um mjög góða pökkun fyrir flutninga á sófa.

Pökkun fyrir flutninga
Hér er dæmi um fullnægjandi pökkun fyrir flutninga á skenk, fyrst er settur pappi utan um hann og svo plastað.